Alls voru 26 farþegar, auk bílstjóra, í rútu er valt út af Rangárvallavegi, við bæinn Stokkalæk, norðan Hvolsvallar rétt fyrir klukkan 17 í gær.
Sjö þeirra voru fluttir í Fossvog með tveimur þyrlum; hinir 20 voru sendir til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, á Selfossi og á Hellu.
Allir sem slösuðust í rútuslysinu eru í stöðugu ástandi;
Enn sem komið er eru tildrög slyssins í rannsókn og fram undan eru skýrslutökur.
Þá verður rútan tekin til rannsóknar og hugsanlega rætt við bílstjóra rútunnar í dag.
Allir sem voru í rútunni voru Íslendingar; en ekkert meira er þó vitað um hópinn.