Sunnudagur 29. desember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

Ryan Gosling og Chris Evans stjörnurnar í dýrustu mynd Netflix

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikararnir vinsælu Ryan Gosling og Chris Evans munu fara með aðalhlutverkin í væntanlegri Netflix-mynd sem ber nafnið The Gray Man og er að sögn Film News dýrasta kvikmynd sem Netlix hefur ráðist í að gera. Kostnaðaráætlun myndarinnar er í kringum 200 milljónir dollara, eða sem samsvarar 28 milljörðum íslenskara króna. Leikstjórar verða bræðurnir Joe og Anthony Russo, sem leikstýrðu Marvel ofurhetjumyndinni Avengers Endgame.

The Gray Man byggir á seríu skáldsagna eftir Mark Greaney, sem þykir um margt svipa til sagnanna um James Bond. Joe Russo hefur látið hafa það eftir sér að það sé algjör draumur að fá þá Gosling og Evans í hlutverkin og að hugmyndin sé að skapa heilan sagnaheim í röð af myndum með Gosling í aðalhlutverki.

Gert er ráð fyrir að tökur á myndinni hefjist í janúar 2021.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -