Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi í dag og í kvöld á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðausturlandi og miðhálendinu.
„Rysjótt veður í kortum næstu tveggja sólarhringa, víða allhvöss eða hvöss austanátt, stormur eða rok syðst í dag og á Suðaustlandi á morgun. Snjókoma með köflum eða skafrenningur á sunnanverðu landinu í dag, en úrkomulítið fyrir norðan,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.
Þar segir einnig að snjókoma eða slydda geri vart við sig á austanverðu landinu á morgun og að fari að rigna við ströndina um kvöldið, en annars dálítil él og dregur úr frosti.
Á laugardag lægir loks og rofar víða til, en áfram slydda eða rigning með austurströndinni og hríð á Vestfjörðum.
Bent er á að gular veðurviðvaranir séu í gildi og því um að gera að fylgjast vel með veðurspám og færð áður lagt er af stað í ferðalög.