Fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, Sacky Shanghala, var handtekinn á búgarði sínum í morgun. mbl.is greindir frá þessu. James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður ríkisútgerðarfélagsins Fishcor, var einnig handtekinn.
Framkvæmdastjóri rannsóknar á spillingarmálum í Namibíu, Paulus Noa, staðfesti handtöku mannanna tveggja í samtali við The Namibian.
Handtökurnar tengjast viðskiptum Samherja í Namibíu en Samherji er sakaður um að hafa greitt mútur til namibískra embættismanna, m.a. til Sacky Shanghala. Kveikur og Stundin fjölluðu ítarlega um málið fyrr í mánuðinum.
Innan við sólarhring eftir að Kveiksþættinum lauk Sacky Shanghala búinn að segja af sér.
Sjá einnig: Segja af sér í kjölfar umfjöllunar um mútugreiðslur Samherja