Ýmsar opinberar stofnanir og fyrirtæki hafa gert miklar varúðarráðstafanir vegna útbreiðslu COVID-19. mbl.is fjallar um ráðstafanir Stjórnarráðsins.
Starfsemi forsætisráðuneytisins er í 5-6 byggingum og hingað til hafa starfsmenn borðað saman í Stjórnarráðshúsinu í hádeginu. En núna þarf allt starfsfólk að borða hádegismat í þeim byggingum sem það starfar í. Fulltrúar hverrar byggingar sækja mat í anddyri Stjórnarráðshússins fyrir sig og samstarfsfólk sitt.
Þá er notast við rafraunar lausnir á fundum í auknum mæli.
Í frétt mbl er haft eftir upplýsingafulltrúa ráðuneytisins að unnið sé að því að koma í veg fyrir að allir starfsmenn ráðuneytisins veikist á sama tíma.