Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Safnað fyrir börn Freyju: „Reynum öll að styðja fjölskyldu hennar í þessum hryllilega harmleik“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hafin er söfnun fyrir börn Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem myrt var með hrottalegum hætti á Austur-Jótlandi. Hún átti tvö ung börn með Flemming Mogensen, fyrrum eiginmanni sem á endanum reyndist banamaður hennar.

Freyja var stúlka frá Selfossi sem elskaði flatkökur og íslenska náttúru. Síðustu vikur hennar hér á jörðu saknaði hún heimalandsins og mátti skynja að hana langaði heim. Fjölskylda Freyju er yfirbuguð af sorg af þeim fregnum að hún hafi verið myrt.

Sjá einnig: Sorgarsaga Freyju -„Erum í áfalli“-Stúlkan frá Selfossi elskaði flatkökur og íslenska náttúru

Ungu börnin tvö sem nú hafa misst móður sína eru sögð í öruggum höndum fjölskyldu Freyju heitinnar. Nú standa vonir til að Íslendingar taki höndum saman og styðji við bakið á börnunum ungu og fjölskyldunni.

Það er Jónína Eyvindsdóttir sem vekur athygli á söfnuninni, það gerir hún bæði á eigin vegg á Facebook sem og í fjölmennum hópi kynsystra hennar á samskiptamiðlinum, Góða systir. Jónína segir:

„Ákveðið hefur verið að koma af stað söfnun fyrir fjölskyldu og börn Freyju, sem að lést með hryllilegum hætti í Danmörku fyrir rúmri viku síðan. Ég vil hvetja ykkur öll til að aðstoða ef þið getið og dreifa þessu sem víðast. Reynum öll að styðja við fjölskyldu hennar í þessum hryllilega harmleik,“ segir Jónína.

- Auglýsing -

Ef þú vilt hjálpa hinum ungu börnum á afar erfiðum tímum í lífi þeirra þá koma hér upplýsingar til þess, reikningurinn er í nafni Dísu Maríu, systur Freyju:

Reikningsupplýsingar: 0511 – 14 – 007189

Kennitala: 250463-2789

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -