Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Safnaði heimildum í 26 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir að hafa safnað heimildum í um 26 ár mun kvikmyndagerðakonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir loksins frumsýna kvikmyndina Svona fólk í kvöld. Svona fólk samanstendur af bíómynd og fimm þáttum sem verða sýndir á RÚV í vetur.

Svona fólk er ný heimildamynd og sjónvarpsþættir sem kvikmyndagerðakonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir hefur undanfarin 26 ár unnið að með heimildasöfnun og rannsóknarvinnu. Fyrri hluti Svona fólks mun loksins líta dagsins ljós í kvöld.

Svona fólk samanstendur af bíómynd og fimm sjónvarpsþáttum.

Svona fólk fjallar um líf og reynslu homma og lesbía á Íslandi og spannar frásögnin fjóra áratugi. Myndin og þættirnir byggja á 400 klukkustundum af viðtölum sem Hrafnhildur hefur safnað í öll þessi ár.

„Í kvöld frumsýnum við í Bíó Paradís og svo fer myndin í almennar sýningar. Hæstvirtur menningar- og menntamálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir mætir og opnar nýjan vef, svonafolk.is, þar sem öll viðtölin verða gerð aðgengileg til framtíðar, bæði fyrir fræðimenn og áhugafólk um réttindabaráttu homma og lesbía,“ segir Hrafnhildur um frumsýninguna í kvöld. „Páll Óskar, verndari myndarinnar, mætir á svæðið og tekur lagið og silfurrefurinn Andrea Jónsdóttir þeytir skífum af sinni alkunnu snilld,“ bætir hún við.

Til viðbótar við heimildarmyndina sem sýnd verður í Bíó Paradís samanstendur Svona fólk einnig af fimm sjónvarpsþáttum sem sýndir verða á RÚV í vetur.

Mynd / Sigurþór Gunnlaugsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -