Tónlistamaðurinn Snorri Helgason hefur sett af stað söfnun vegna útgáfu nýrrar plötu sem inniheldur tíu barnalög.
Blandípoka er safn nýrra barnalaga eftir Snorra Helgason. „Platan hefur að geyma tíu lög flutt af Snorra og hljómsveit hans ásamt úrvalaliði gestasöngvara; Sögu Garðarsdóttur, Valdimar Guðmundssyni, Hugleiki Dagssyni, Halldóru Geirharðsdóttur, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Teiti Magnússyni,“ segir um söfnunina á Karolinafund.
Markmiðið er að safna 5000 evrum sem gerir um 680 þúsund krónur.
Hópfjármögnun á Bland í poka, nýju barnaplötunni okkar var að fara í loftið!
Í guðana B hugsið um börnin og hjálpið okkur að koma þessu út! https://t.co/rHWtAldQxa— Snorri Helgason (@snorrihelgason) October 3, 2019
Mynd / Ernir Eyjólfsson