Leikkonurnar Saga Garðarsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir geta engan veginn komið sér saman um hvað má og hvað má ekki gera til að halda upp á 17. júní í ár, samkvæmt myndbandi sem Borgin okkar birtir á Facebook-síðu sinni. Saga hvetur fólk til að mæta í bæinn þótt enginn viti hvað verði þar í boði til skemmtunar eða hvenær, þar sem bannað sé að auglýsa viðburði. Katrín Halldóra hvetur fólk hins vegar til að halda sig heima og halda upp á þjóðhátíðardaginn með sínum eigin hætti.
Að vanda eru þær stöllur bráðskemmtilegar í myndbandinu og svo er það bara hvers og eins að gera það upp við sig hvorri þeirra er vænlegra að hlýða.
Saga og Katrín Halldóra fara yfir hvernig hægt er að halda upp á 17. júní í ár.
Posted by Borgin okkar on Miðvikudagur, 10. júní 2020