Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Saga þekktasta afbrotamanns Íslands: Fór 10 ára á Breiðavík og framdi fyrsta innbrotið 17 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var svona 17-18 ára þegar ég braust inn í fyrsta skipti. Svona þróaðist þetta bara og ég reyndi að fylgja þessu einhvern veginn. Þetta var einhver ævintýraþrá. Eitthvað til að gera öðruvísi en aðrir.“

Rætt var við Lárus Björn Svavarsson eða Lalli Johns eins og flestir þekkja hann í Helgarviðtali Mannlífs.

Lalli var einn þekktasti afbrotamaður á Íslandi á síðustu öld. Hann hefur hlotið rúmlega 40 refsidóma nær eingöngu fyrir þjófnað. Fangelsisvist hans samsvarar um 20 árum í allt.

Aðspurður segist Lalli myndi vilja lifa lífi sínu á annan hátt ef hann væri ungur í dag.
„Ég myndi vilja hafa það öðruvísi en það var. Ég myndi gera hellings breytingu. Ég gengi menntaveginn sem ég fór á mis við.“

Heimilisaðstæður Lalla voru erfiðar, hann átti drykkfelldan föður og bjó við fátækt. Hann er einn af fimm systkinum, en öll voru þau send á barnaheimili og stofnanir.

Tveggja til þriggja ára gamall var Lalli vistaður á barnaheimilinu Silungapolli, sjö ára gamall var hann sendur á barnaheimilið Reykjahlíð í Mosfellsdal og því næst í heimavistarskólann að Jaðri.

- Auglýsing -

Þegar Lalli var 10 ára gamall sendi hið opinbera hann á Breiðavík þar sem hann var í nokkur ár. Á þeim tíma fékk hann aldrei að hitta fjölskyldu sína.
Það fór lítið fyrir námi, en hann segist hafa unnið myrkranna á milli. Á Breiðavík varð hann beittur ofbeldi. Áratugum síðar komst ofbeldið sem átti sér þar stað upp á yfirborðið.

„Það var svo mikil leynd yfir staðnum. Það kom ekki allt fram sem átti að koma fram. Uppeldið á krökkunum þarna var ekki alveg í lagi,“ segir Lalli.

Seinna varð Litla Hraun eins og hans annað heimili, eða bara sem hans aðalheimili í áratugi. Þess á milli var hann oft húsnæðislaus og gisti í gistiskýlum eða hjá vinum.

- Auglýsing -

Undanfarin ár hefur Lalli hins vegar búið  á áfangaheimilinu Draumasetrinu sem ætlað er fyrrverandi fíklum.

Þar segist Lalla líða vel. „Það er mjög gott að vera þar. Þar er öll þjónusta. Ég er með ræstingakonu og svo er ég með hjúkrunarkonu.“

Þau sem reka Draumasetrið, Ólafur Haukur og Elín Anna, lýsa Lalla sem kærleiksbolta sem allir elska.

Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -