Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sagan af því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag á Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sagan á bakvið hinn mikla uppgang Knattspyrnufélagsins Vals á undanförnum árum er stór og mikil.

Sagan teygir sig aftur fyrir síðustu aldarmót og felur í sér margar hraðahindranir og allskyns átök, bæði innanbúðar meðal Valsmanna og við aðra sem vildu standa í vegi fyrir vegferðinni af ýmsum ástæðum.

Á árunum 1990-1992 hafði karlalið Vals í knattspyrnu unnið þrjá bikarmeistaratitla í röð og tekið þátt í Evrópukeppni. Handboltalið Vals var líka það besta á Íslandi á tíunda áratugnum og vann hvern Íslandsmeistartitilinn á fætur öðrum. Sögulega var félagið stórveldi.

En fjárhagur Vals var í molum. Skuldir söfnuðust upp ár frá ári og voru að sliga allan rekstur.

Knattspyrnudeildin var í verstum málum, enda fjárfrekust. Sú staða fór að endurspeglast í frammistöðunni á vellinum og árið 1999 náði þetta niðurlægingarskeið félagsins fullkomnun þegar Valur féll úr efstu deild knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögu sinni.

Þá var tekin ákvörðun sem hefur á síðustu tveimur áratugum umbreytt sögu Vals og gert það að ríkasta íþróttafélagi á Íslandi. Samstæðan í kringum það á milljarðaeignir.

Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launagreiðslur sem önnur íþróttafélög geta illa eða ekki keppt við. Niðurstaðan er sú að Valur er í fremstu röð á öllum vígstöðum helstu hópíþrótta á Íslandi hjá báðum kynjum og hirðir hvern titilinn á fætur öðrum.

- Auglýsing -

Sagan öll er rakin í nýjustu útgáfu Mannlífs. Einnig er hægt að lesa hana á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -