Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sagði völd forsetans vera alger og þaggaði niður í blaðamönnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Framkoma og ummæli Donad Trump Bandríkjaforseta á upplýsingafundi Hvíta hússins í gær hafa vakið mikla athygli en þar fullyrti forsetinn að völd hans væru „alger” þegar kemur að því að aflétta þeim takmörkunum sem hafa verið settar á þar í landi vegna útbreiðslu COVID-19. Þau ummæli eru ekki í takt við orð ríkisstjóra, lögfræðinga og þeirra sérfræðinga sem hafa verið Trump innan handar í faraldrinum.

Takmarkanir sem yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett á vegna útbreiðslu kórónaveirunnar hafa haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið og greindi Trump frá því verið væri að fínpússa áætlun sem snýr að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Trump talaði þá um a völd hans væru alger. „Þegar einhver er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin hans alger,” sagði Trump.

Trump hélt áfram að fullyrða að völd forseta Bandaríkjanna væri alger en í stjórnarskrá Bandaríkjanna kemur fram að það sé í verkahring einstakra ríkja að tryggja og setja á tilskipanir og öryggisreglur í landinu.

Þegar viðstaddir blaðamenn spurðu nánar út í þessar fullyrðingar fauk í forsetann og hann reyndi að þagga niður í þeim sem höfðu spurningar. Bandaríski fréttamaðurinn Jim Acosta hefur lýst atvikinu sem mesta tryllingskasti sem hann hefur nokkurn tíman séð forseta fá.

Trump spilaði þá myndband á fundinum, eins konar kynningarmyndband á frammistöðu og viðbrögðum hans við veirunni. Í myndbandinu var búið að klippa umfjöllun fjölmiðla saman við jákvæð ummæli ýmissa ríkisstjóra um viðbrögð forsetans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -