Háttsettum starfsmanni hjá bandaríska bankanum Citigroup var sagt upp störfum í síðasta mánuði vegna gruns um samlokuþjófnað.
Starfsmaðurinn, hinn 31 árs Paras Shah, vann á fjárfestingasviði bankans. Í frétt BBC um málið kemur fram að hann sé grunaður um að hafa lagt það í vana sinn að stela samlokum úr matsal útibús bankans í London í Canary Wharf-byggingunni, þar sem hann starfaði. Shah hafði starfað frá bankanum frá árinu 2017.
Í fréttum um málið kemur ekki fram hversu lengi Shah er grunaður um að hafa stundað samlokustuld á vinnustað sínum.
Yfirmenn Citigroup hafa neitað á tjá sig um málið við fjölmiðla síðan málið kom upp.
Þess má geta að í frétt BBC er áætlað að starfsmaður í þeirri stöðu sem Shah gegndi hjá bankanum sé með í kringum 163 milljónir krónur í árslaun.