Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Saka Katrínu um stórfellt dýraníð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtökin Jarðarvinir, sem vilja stuðla að að dýra-, náttúru- og umhverfisvernd um allt Ísland, saka Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stórfellt dýraníð. Samtökin láta ekki duga að saka hana eingöngu heldur alla ríkisstjórn Katrínar en þó einkum Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra, Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.

Málið snýst um hreindýraveiðar á Íslandi og vilja Jarðarvinir meina að ráðherrarnir standi að, leyfi eða líði stórfellt dýraníð þar sem hreinkýr eru drepnar frá litlum og bjargarlausum kálfum sínum. Í gær voru skotveiðar á hreinkúm heimilaðar hér á landi en dýraverndunarsamtökin benda á að á þeim tímapunkti séu yngstu hreindýrakálfarnir um 8 vikna gamlir og hafi ekki náttúrlega burði til að standa á eigin fótum. Þá benda Jarðarvinir á að hreinkálfar drekki móðurmjólkina minnst til 5 mánaða aldurs og fylgi móður sinni fram á næsta vor, ef bæði lifa.

Jarðarvinir halda því fram að skotveiðimenn ráði för og fjárhagslegur ávinningur austfirskra bænda og landeigenda spili stóra rullu. Samtökin benda á að um 600 hreindýrakálfar hafi farist úr hungri, kulda og vosbúð veturinn 2018-2019 þannig að nærri annar hver kálfur hafi drepist á sumum svæðum. Þetta kalla Jarðarvinir augljóst og kaldrifjað dýraníð og hvetja alla þá sem láta sig dýravernd nokkru skipta að styrkja núverandi ráðherra ekki til valda í næstu kosningum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -