Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Sakar eigingjarna bankamenn Kaupþings um að hafa rústað þekktum tískurisum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pistlahöfundur Fréttablaðsins sakar starfsmenn Kaupþings um að hafa látið eigin hagsmuni ráða för í viðskiptum með tískufyrirtækin Karen Millen og Coast. Afleiðingarnar eru þær að vörumerkin séu stórlöskuð og 1.100 manns missa vinnuna.

Stjórnarmaðurinn er nafnlaus skoðanapistill sem birtist í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti. Oft kemur fyrir að efnistökin tengist viðskiptum með fyrirtæki sem áður voru tengd Baugi, en eigandi Fréttablaðsins er Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona fyrrum Baugsforstjórans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Pistill dagsins fjallar einmitt um að fréttir þess efnis að netverslunin Boohoo hafi í síðustu viku keypt vörumerkin Karen Millen og Coast. Þessi merki voru í eigu Baugs áður en það fyrirtæki fór í þrot og runnu eignirnar til slitastjórnar Kaupþings árið 2009. Hefur slitastjórnin haft vörumerkin í fangi sínu allar götur síðan, eða allt þar til í síðustu viku. Stjórnarmaðurinn er allt annað en sáttur hvernig slitastjórn Kaupþings hefur farið með eignirnar og sendir starfmönnum hennar væna sneið.

Fulltrúar bankans sátu í stjórn félagsins og virðast reglulegar ferðir til Lundúna til skrafs og ráðagerða hafa farið vel í þá, enda verkefnið áhugavert og vafalaust vel launað.

„Fulltrúar bankans sátu í stjórn félagsins og virðast reglulegar ferðir til Lundúna til skrafs og ráðagerða hafa farið vel í þá, enda verkefnið áhugavert og vafalaust vel launað. Því er spurning hvort varð ofan á, hagsmunir bankans og kröfuhafa hans af því að losa fjárfestinguna hratt og á sómasamlegu verði, eða persónulegir hagsmunir fulltrúa bankans. Miðað við endalokin virðist hið síðara hafa vegið þyngra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Kaupþingi hafi borist fjöldinn allur af tilboðum í fyrirtækin gegnum tíðina. Ekkert þeirra þótti hins vegar ásættanlegt. Alltaf skyldi áfram haldið. Bankamenn gerðust tískumógúlar.“

Pistlahöfundur bætir við að hvorugt þessara vörumerkja hafi náð að halda í þá þróun sem orðið hefur á tískumarkaði á þessum áratug sem slitastjórnin réði yfir merkjunum. Vörumerkin hafi glatað glansinum enda enginn eigandi „að nostra við hönnun, efni og annað sem til þarf.“ Fyrirtækin hafi því dagað uppi eins og nátttröll í höndunum á Kaupþingi. Vísar stjórnarmaðurinn að lokum í Kevin Stanford, annan eigenda vörumerkjanna, sem sagði að félögin hafi verið eyðilögð. „Svona gerist þegar bankar reka tískufyrirtæki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -