Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Sakar lögreglu um kynþáttafordóma: „Við hérna á Íslandi gerum þetta svona“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Arnold Bryan Cruz, framkvæmdastjóri Eistnaflugs, upplifði kynþáttafordóma af hálfu lögreglumanna hjá lögreglunni á Vesturlandi nýverið. Hann segir þá hafa talað niður til sín vegna litarháttar og er gramur því að að ung dóttir hans hafi þurfti að upplifa þetta með sér. Lögreglan hafnar ásökunum en hann hefur nú tilkynnt atvikið til nefndar um eftirlit með lögreglunni þar sem fullyrt var að kallað yrði eftir gögnum og málið skoðað. 

Tildrög málsins eru þau að Arnold Bryan var á ferð í gegnum Borgarnes þegar lögreglan stöðvar för hans vegna grunsemda um of hraðan akstur. Með honum í för var 10 ára gömul dóttir hans, Skye Isabella, en þau eru bæði dökk á hörund. Lögregluþjónarnir voru tveir sem stöðvuðu hann og varð Arnold æ meira undrandi á því að báðir margítrekuðu við hann hvernig hitt og þetta væri á Íslandi. Sjálfur hefur hann alist upp frá unga aldri á Íslandi og farið upp öll skólastig í íslensku kerfi. „Þetta var eitthvað svo kjánalegt. Lögreglumennirnir töluðu bæði óeðlilega og ónærgætilega til okkar þar sem við erum bæði dökk á hörund. Dóttir mín hlustaði á allt saman og hún er nýbyrjuð að fatta að hún er ekki eins á litinn og aðrir. Ég legg sjálfur mikið uppúr því við hana hvað sé rétt og rangt og þá er sorglegt þegar fyrirmyndir okkar, eins og löggæslufulltrúar, tali niður fólk með þessum hætti,“ segir Arnold Bryan. 

„Fyrst byrjuðu þau að spyrja mig að því hvort ég væri með íslenska kennitölu, með áherslu á orðið íslenska. Í gegnum ferlið allt saman var tönnlast á því að reyna skýra fyrir mér reglurnar á Íslandi. „Á Íslandi er þetta svona“, „Svona eru reglurnar á Íslandi“ var þarna nefnt við mig nokkrum sinnum. Ég á íslenska móður og er alinn upp í Hafnarfirði. Mér finnst það ekki við hæfi að þarna séu tveir lögreglumenn að tönnlast á því við mig hvernig hlutirnir eru á Íslandi,“ segir Arnold Bryan. 

Daginn eftir hringdi Arnold Bryan á lögreglustöðina og kvartað undan rasískri framkomu lögreglumannanna við varðstjóra. Aðspurður segir hann það ljóst að litarháttur hans sé eina skýring á hegðuninni. Mér var sagt að þeir hefðu skoðað þetta og niðurstaðan var sú að þeir sáu ekkert athugavert við þetta. Mér finnst svona orðalag bara ekki við hæfi og er 100 prósent á því að sú skýringin er sú að ég sit þarna í bíl, dökkur á hörund og með enn dekkra barnið mitt við hliðina á mér. Ég sé bara ekki aðra ástæðu fyrir því hvers vegna fólkið var svona upptekið við að útskýra fyrir mér hvernig hlutirnir eru á Íslandi. Þetta er bara hreinn rasismi,“ segir Arnold Bryan. 

Árið 2020 eiga embættismenn að vera betur upplýstir en þetta. Ég er Íslendingur sem er dökkur á hörund en það er sama hvernig við erum, það á enginn að tala niður til nokkurs manns fyrir það hvernig hann lítur út. Þetta er særandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -