Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið leyst á vettvangi.
Eignaspjöll voru unnin á kaffihúsi. Þar hafði rúða í inngangshurð verið brotin. Lögregla telur að þarna hafi verið gerð misheppnuð tilraun til innbrots.
Broist var inn í gistiherbergi ferðamanna og munum í eigu þeirra stolið ásamt reiðufé og vegabréfum. Skömmu síðar voru fjórir aðilar handteknir vegna málsins og gista þeir allir í fangageymslu þangað til hægt verður að taka þá fyrir. Þjófarnir svara til saka með nýjum degi.
Lögreglumenn sem sinna samfélagslöggæslu voru þá víða á ferli og meðal annars í Mjóddinni þar sem ólga hefur verið undanfarið. Rætt var við ungmenni og brugðist var við tilkynningum sem komu frá ungmennunum og foreldrum þeirra.
Búðarþjófur var staðinn að verki við iðju sína á svæði Hafnarfjarðarlögreglu. Lögreglumenn leystu málið á vettvangi.
Tveir menn réðust á göngumann sem var í sakleysi sínu á ferð. Hótuðu þeir manninum með vopnavaldi og létu sig svo hverfa af vettvangi. Málið er í rannsókn og óljóst með vísbendingar.
Þjófur var staðinn að því brjótast inn í bifreiðar. Þegar lögregla kom á staðinn reyndi maðurinn flótta á fæti. Hann var hlaupinn uppi af laganna vörðum og hafði ekki erindi sem erfiði.
Nokkuð var um hávaða í heimahúsum á svæði Mosfellsbæjarlögreglu. Komið var skikk á þau mál.