Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Saknar þess að leika á íslensku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikarinn Sindri Swan landaði bitastæðu hlutverki í breskum vísindatrylli.

„Þetta er vísindaskáldskapur, tryllir sem gerist í framtíðinni og fjallar um öflugar verur sem telja mannkynið ófært um að hugsa um jörðina og vaka af þeirri ástæðu yfir því. Ein þessara vera sér hins vegar það góða í mannfólkinu og trúir að maður nokkur að nafni Daniel, sem ég leik, geti breytt öllu með því að færa valdið aftur í hendur þess,“ segir Sindri, spurður út í myndina.

THEM er að hans sögn sjálfstætt framleidd kvikmynd og önnur kvikmynd spænska leikstjórans Ignacio Maiso í fullri lengd. Án þess að vilja fara nánar út í sögurþráðinn segir hann að handritið sé mjög forvitnilegt og frábrugðið þeim verkefnum sem hann hefur fengist við hingað til vegna þeirra ögrandi heimspekilegu spurninga sem sagan velti upp. Svo hafi hlutverkið sjálft líka verið krefjandi þar sem persóna hans gangi í gegnum mikil umskipti í myndinni. Byrji sem maður sem lifir tiltölulega áhyggjulausi lífi en verði taugahrúga þegar hann uppgötvar að hann hefur örlög jarðarbúa í hendi sér.

„Coogan var mjög hógvær, nánast feiminn en Reilly heilsaði upp á alla og var afar viðkunnanlegur. Þeir voru báðir frábærir.“

„Fram að þessu hef ég kannski verið að taka þátt í hefðbundnari verkefnum, ef svo má að orði komast, þar sem áherslan hefur meira verið á fólk og samskipti,“ lýsir hann og nefnir í því samhengi sjónvarpsefni framleitt af þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF um Díönu prinsessu þar sem hann leikur trúnaðarvin hennar. „Sömu sögu er að segja um myndina Stan & Ollie þar sem ég fer með lítið hlutverk en sú mynd kemur út á næsta ári og skartar John C. Reiley og Steve Coogan í aðalhlutverkum.“

Já! Hvernig var að hitta stjörnur eins og Reiley og Coogan? „Magnað,“ svarar hann. „Coogan var mjög hógvær, nánast feiminn en Reilly heilsaði upp á alla og var afar viðkunnanlegur. Þeir voru báðir frábærir.“

Sindri er búsettur í London og starfar þar bæði sem leikari og ljósmyndari og segir það ganga vel þótt vissulega sé ákveðinn línudans að sinna báðum störfum. „Kosturinn er sá að maður getur stýrt sínum tíma að einhverju leyti og mætt í prufur og tökur. En það er líka ókostur því maður mætir ekki í fasta vinnu og fær borgað um hver mánaðarmót heldur þarf að eltast við verkefni og það getur verið tímafrekt.“

Á heildina litið segist hann þó vera ánægður og hafa nóg að gera. Það sé kannski helst að hann sakni þess að vinna á Íslandi. „Ég væri alveg til í að taka að mér einhver verkefni þar. Ég sakna þess að leika á íslensku.“

- Auglýsing -

En hvenær er von á THEM? „Tja, tökur standa yfir í London eins og er en ef allt gengur vel reikna framleiðendurnir með að klára myndina fyrir 2019,“ segir hann hress, „og gefa út seint sama ár, eða snemma 2020. Það kemur í ljós.“

Mynd / Daníel Starrason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -