Föstudagur 27. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Saksóknari hefur rannsókn í plastbarkamálinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknari í Svíþjóð hefur ákveðið að hefja rannsókn á máli Paolo Macchiarini, skurðlæknisins sem fyrstur framkvæmdi plastbarkaaðgerðir á mönnum. Rannsóknin teygir anga sína hingað til lands þar sem fyrsti plastbarkaþeginn, Andemariam Beyene, kom frá Íslandi. Málið verður rannsakað sem sakamál.

Rannsóknin á hendur Macchiarini mun snúa að tveimur sjúklingum sem fóru í plastbarkaaðgerð á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu, Andemariam Beyene og konu frá Tyrklandi og verður rannsakað hvort Macchiarini hafi a.m.k. í öðru tilfellinu valdið dauða sjúklingsins. Saksóknarinn sem opnaði málið aftur ætlar að yfirheyra ný vitni, en talið er að rannsóknin geti leitt til þess að Macchiarini verði ákærður – og jafnvel fleiri.

Saksóknari í Svíþjóð úrskurðaði í máli Macchiarinis 12. október í fyrra þar sem hann var ekki ákærður fyrir manndráp af gáleysi en hefði sýnt vanrækslu og var sú niðurstaða töluvert gagnrýnd í Svíþjóð. Ekki þótti sýnt að nægar sannanir hefðu verið til að ákæra skurðlækninn og jafnvel talið að aðgerðirnar hefðu lengt líf þeirra þriggja sjúklinga sem um ræddi og gerðar voru á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu. Aðgerðirnar voru seinna sagðar tilraunir á mönnum og í íslensku Rannsóknarskýrslunni segir: „Með uppbyggingu miðstöðvar fyrir háþróaðar öndunarvegarannsóknir, með áherslu á framsæknar aðgerðir, var lífi þriggja sjúklinga á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu stofnað í mikla hættu á kerfisbundinn hátt og eru þeir nú allir látnir.“

Ekkja Andemariams Beyene hefur engar bætur fengið vegna málsins og hefur talsmaður Karolinska-háskólasjúkrahússins lýst því yfir að hún fái ekki bætur frá sjúkrahúsinu.

Vísindagrein sem birtist í Lancet og byggð var m.a. á aðgerðinni á Andemariam Beyene hefur verið afturkölluð vegna vísindamisferlis en mál þetta sem tengist plastbarkaígræðslum í fólk er talið vera eitt mesta vísindahneykslismál sem komið hefur upp í heimi læknavísindanna í langan tíma.
Hér má sjá yfirlýsingu saksóknara í Svíþjóð.

Mynd / Árni Torfason

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -