Föstudagur 27. desember, 2024
4 C
Reykjavik

Saksóknari krefst þungrar refsingar yfir Steinu – Sagði hana eiga sér litlar málsbætur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saksóknari hjá héraðssaksóknara krefst þess að Steina Árnadóttir fái þungan dóm fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana fyrir tveimur árum á geðdeild Landspítalans – að Steina hefði gengið fram af miklu offorsi með hræðilegum afleiðingum.

Aðalmeðferðin í sorglegu máli Steinu Árnadóttur, sem ákærð er fyrir að hafa orðið sjúklingi að bana; á deild 33AC við Hringbraut; með því að hella innihaldi úr tveimur næringardrykkjum upp í sjúkling sinn.

Steina neitar sök.

RÚV greindi fyrst frá.

Saksóknari í máli Steinu Árnadóttur, Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, sagði andlát sjúklingsins á ekki hægt að rekja til slæmrar umönnunar; krafðist Dagmar þess að Steina fengi þungan dóm.

Steina var kærð fyrir að hella innihaldi tveggja flaskna af næringardrykkjum ofan í munninn á sjúklingnum sem andaðist; fyrirskipað að honum yrði haldið föstum á meðan.

- Auglýsing -

Dagmar sagði að það væri mat ákæruvaldsins að hún hefði verið pirruð umrætt kvöld; vaktin hefði verið þung; hún hafi verið með erfiðan sjúkling.

Pirringin hefði Steina tekið út á sjúklingnum sem lést.

Dagmar sagði framburð Steinu ekki passa við framburð þriggja samstarfskvenna hennar; ein samstarfskonan hefði flúið úr herberginu; önnur sagði að hún héldi að sjúklingurinn væri að deyja; sú þriðja að hann væri hættur að anda.

- Auglýsing -

Benti allt þetta til að þetta hefði verið gert með miklu offorsi; í því samhengi skipti máli hvernig Steina kæmi fram við sjúklinga sína.

Vitni lýstu henni sem hranarlegri; skipandi við matargjafir; hún væri ekki allra.

Dagmar taldi það ekki hafa verið ásetning Steinu að bana sjúklingnum; hún hefði hins vegae haft haft beinan ásetning að neyða ofan í sjúklinginn drykkjunum tveimur.

Henni hefði mátt vera ljóst hver líklegasta afleiðingin yrði; hún væri menntaður hjúkrunarfræðingur; átti að vita að það væri stórhættulegt að hella drykk ofan í manneskju sem vil það ekki. Þá hafi Steinu verið kunnugt um að áðurnefndur sjúklingur væri verulega mikið veikur; hafði átt afar erfitt með að kyngja.

Dagnar sagði Steinu ekki eiga neinar málsbætur; hún hefði verið stjórnandi vaktarinnar;  hvorki hlustað á sjúklinginn eða samstarfskonur sínar; gekk fram með miklu offorsi og afleiðingarnar hefðu orðið hræðilegar.

Krefst því Dagmar harðar refsingar yfir Steinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -