Sala á neftóbaki var um ríflega þriðjung minni á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma á síðasta ári.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóra ÁTVR, segir í samtali við Fréttablaðið að sala nikótínpúða vera helstu skýringuna á þessum samdrætti. „Við höfum líka selt í Fríhöfnina og hún hefur alveg dottið út núna. En það má alveg giska á að púðarnir hafi veruleg áhrif. Við sáum það þegar þeir komu á markaðinn að það var áberandi minnkun.“
Í frétt blaðsins segir að tæp 14 tonn af neftóbaki hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 36 prósentum minna en fyrstu sex mánuði ársins 2019, eða ríflega þriðjungi minni sala.