Leik- og söngkonan Salka Sól gerði sér lítið fyrir og prjónaði lopapeysu á Volodomír Selenskíj forseta Úkraínu.
Salka Sól greinir frá þessu samfélagsmiðlinum á Facebook, en það var utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem afhenti forsetanum peysuna góðu.
Gefum Sölku Sól orðið:
„Fékk mögulega undarlegasta símtal sem ég hef fengið frá aðstoðarmanni ráðherra síðustu helgi. Ég var beðin um að prjóna íslenska lopapeysu fyrir forseta Úkraínu sem honum yrði færð sem gjöf frá utanríkisráðherra.
Zelensky fékk svo peysurnar í gær en því miður náðist ekki að taka mynd af honum en vonandi sjáum við hann bregða fyrir í íslenskri lopapeysu en mest vonum við auðvitað að þessu stríði fari að ljúka.“