Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

„Sama Dóra Björt og reynir að gerir löglega og rétt skráða hluti tortryggilega sér ekkert athugavert við að borgin hafi brotið á starfsmönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Píratar í borgarstjórn eiga erfitt með að venjast því að þeir eru í meirihluta og hafa völd. Bragginn var byggður á þeirra vakt. Píratar neituðu þeirri staðreynd að tölvupóstum hafði verið eytt. Þeir bera fulla ábyrgð á því að byggja atvinnuhúsnæði á þúsundir fermetra í sjálfum Elliðaárdalnum. Og Píratar hafa fellt tillögur um að íbúarnir fái að kjósa um málið,”

 

segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í pistli í Mannlíf.

Með pistlinum svarar Eyþór orðum Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borgarstjórn og formanni mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur.í pistli hennar, Miskunnsamir Samherjar, sem birtist í Mannlíf föstudaginn 29. nóvember. Í þeim pistli sagði Dóra Björt Eyþór ekki koma heiðarlega fram í Samherjamálinu.

Sjá einnig: Miskunnsamir Samherjar

„Sumir pólitíkusar freistast til að tala um eitthvað allt annað þegar málefnastaðan er veik. Í þrígang hefur Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, komið sér undan því að ræða um þetta umdeilda deiliskipulag í Elliðaárdal við mig í útvarpi. Í stað þess hefur hún einbeitt sér að ræða um eignarhlut minn í Árvakri sem var keyptur árið 2017,“ segir Eyþór.

„Þegar ég ákvað að fara í borgarmálin árið 2018 sagði ég mig úr stjórn Árvakurs. Það er reyndar fjarri því einsdæmi að stjórnmálamenn tengist fjölmiðlum og geta þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar borið vitni um slíkt. Eignarhald á fjölmiðlum er undir ströngu eftirliti og í mínu tilfelli hefur það verið skráð á þremur opinberum stöðum; hjá Fyrirtækjaskrá í sérstökum ársreikningi, hjá fjölmiðlanefnd og að endingu í hagsmunaskrá borgarinnar eins og reglur borgarinnar kveða á um.“

- Auglýsing -

Segir Dóru Björt ekki sjá neitt athugavert við að borgin hafi brotið á starfsmönnum

„Sama Dóra Björt og reynir að gerir löglega og rétt skráða hluti tortryggilega sér ekkert athugavert við að borgin hafi brotið á starfsmönnum eins og héraðsdómur komst að á síðasta ári,“ segir Eyþór og nefnir fleiri tilvik máli sínu til rökstuðnings.

„Pírötum finnst kannski ekkert að því að borgin hafi brotið jafnréttislög með ráðningu borgarlögmanns eins og Jafnréttisstofa úrskurðaði um. Borgin sjálf snuðaði öryrkja á vakt Pírata og var dæmd í Hæstarétti fyrir það atferli. Endurgreiðslur til öryrkja töfðust um árabil eftir dóminn og lentu öryrkjar í sérkennilegum fjármagnstekjuskatti vegna dráttarins.

- Auglýsing -

Oddvita Pírata finnst væntanlega ekkert að því að borgin sinni ekki skyldum sínum gagnvart heimilislausu fólki eins og Umboðsmaður Alþingis komst að í áliti sínu. Píratar bera líka ábyrgð á dótturfélögum borgarinnar síðustu fimm árin en Orkuveitan var uppvís að því að oftaka vatnsgjöld af íbúum samkvæmt úrskurði samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. Sorpa gleymdi kostnaði upp á 1600 milljónir og Félagsbússtaðir eyddu hundruðum milljóna án heimilda. Í staðinn fyrir að sinna skyldum sínum gagnvart borgarbúum og laga það sem er í ólagi (og það er ófátt), fer Dóra Björt í manninn.“

Ágætt að Dóra Björt rifji upp biblíusögur á aðventunni

Eyþór bendir á að það væri ágætt í aðdraganda jólanna að Dóra rifji upp biblíusöguna um miskunnsama samverjann, og í beinu framhaldi er eðlilegt að rifja upp söguna af flísinni og bjálkanum. „Hví sérð þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Hvernig færð þú sagt við bróður þinn: Bróðir, lát mig draga flísina úr auga þér, en sérð ekki bjálkann í þínu auga? Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -