Ríkisstjórnin tók um það ákvörðun á fundi sínum að stórauka sóttvarnaraðgerðir frá og með mánudeginum komandi. Einsýnt þykir að veiran sem hrellir heimsbyggðina sé í veldisvexti hérlendis og sóttvarnaryfirvöldum hafi þannig mistekist að halda niðri smitum, þrátt fyrir að tillögum þeirra hafi verið fylgt í hvívetna.
Á mánudag verða að líkindum teknar upp strangar samkomutakmarkanir sem miðst við að ekki megi fleiri en 20 manns koma saman. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við Morgunblaðið eftir ríkisstjórnarfund. Líkamsræktarfstöðvum og skemmtistöðum verður gert að skella í lás en sundlaugar fá að vera opnar gegn ströngum sóttvörnum. Ástæðan er fjöldi smita sem hafa komið upp síðustu daga sem gefa klára vísbendingu um veldissmit.