Bankareikningar tveggja svokallaðra hákarla í Naibíu hafa verið frystir vegna rannsóknar á meintri mútuþægni þeirra í Samherjamálinu.
Kemur þetta fram í The Namibian, en Kjarninn greindi frá fyrst.
Einstaklingarnir sem um ræði eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatukulipi, kallaður Fitty. Fitty er tengdasonur Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Í Kveikþættinum sem fjallaði um Samherjamálið fyrir tæpri viku kom að Fitty hefði kynnt lykilstjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum, og þeir ásamt Shangala og James Hatukulipi, hafi síðan myndað kjarnann í hópi valdamanna í Namibíu sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakrílskvóta í landinu. Greiðslurnar námu að minnsta kosti 1,4 milljörðum króna.
Samherjamálið er nú til rannsóknar í þremur löndum: Namibíu, Íslandi og Noregi. Grunur er um að auk mútugreiðslna hafi Samherji stundað umfangsmikla skattasniðgöngu og peningaþvætti.