Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Samherjamálið: Bankareikningar mútuþega í Namibíu frystir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bankareikningar tveggja svokallaðra hákarla í Naibíu hafa verið frystir vegna rannsóknar á meintri mútuþægni þeirra í Samherjamálinu.

 

Kemur þetta fram í The Namibian, en Kjarninn greindi frá fyrst.

Einstaklingarnir sem um ræði eru Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu, og Tamson Hatukulipi, kallaður Fitty. Fitty er tengdasonur Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.

Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu, en sagði sig úr embætti á miðvikudag.
Mynd / Skjáskot RÚV

Í Kveikþættinum sem fjallaði um Samherjamálið fyrir tæpri viku kom að Fitty hefði kynnt lykilstjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum, og þeir ásamt Shangala og James Hatukulipi, hafi síðan myndað kjarnann í hópi valda­manna í Namibíu sem tók við mútugreiðslum frá Samherja fyrir ódýrt aðgengi að hrossamakrílskvóta í landinu. Greiðslurnar námu að minnsta kosti 1,4 milljörðum króna.

Samherjamálið er nú til rannsóknar í þremur löndum: Namibíu, Íslandi og Noregi. Grunur er um að auk mútugreiðslna hafi Samherji stundað umfangs­mikla skattasniðgöngu og peningaþvætti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -