Mánudagur 18. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Samherjamenn ráða sér lögmenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Minnst fjórir forystumenn Samherja hafa ráðið lögmenn til að undirbúa varnir vegna ásakana á hendur fyrirtækinu um mútubrot og skattaundanskot.

 

Fréttablaðið hefur heimilidir fyrir þessu og fjallar um málið í dag.

„Það er rétt að hafa í huga að hvorki félagið né einhverjir einstaklingar hafa opinbera réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Enn hefur enginn verið kallaður til skýrslutöku,“ segir Garðar G. Gíslason, hjá IUS Lögmannsstofu, sem mun verja Samherja. Garðar hefur verið lögmaður Samherja til langs tíma og gætti meðal annars hagsmuna félagsins í áralöngum málarekstri Seðlabankans.

„En ég get staðfest að ég mun gæta hagsmuna félagsins í snertiflötum þessa máls innanlands,“ segir hann. „Félagið er ekki að samsama sig þeim einstaklingum sem nefndir hafa verið í þessu máli. Það skal ítrekað að Samherji hefur heitið fullri samvinnu og samráði með yfirvöldum vegna þessara mála.“

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -