Fyrsti þáttur af nokkrum sem Samherji lét gera fyrir sig er kominn í loftið. Hægt er að horfa á þann fyrsta á Youtube-rás fyrirtækisins og hefur það boðað birtingu fleiri þátta í þá veru að verja sig gegn alvarlegum ásökunum um mútur í starfsemi sinni.
Stjórnendur Samherja saka Ríkisútvarpið um að hafa falsað skýrslu sem kennd er við Verðlagsstofu skiptaverðs til birtingar í Kastljósi árið 2012. Fréttablaðið segir frá þessu í dag og vísar til væntanlegs myndbandsþáttar sem Samherji hefur látið vinna, meðal annars til að sanna sakleysi sitt í mútumálinu í Namibíu. Þátturinn verður birtur á Youtube-rás Samherja. Meðal þeirra sem hafa unnið að málinu er Þorbjörn Þórðarson sem áður starfaði sem fréttamaður Stöðvar 2 en stofnaði sitt eigið fyrirtæki um almannatengsl og lögmannaþjónustu og samdi við Samherja um þjónustu.
Hér getur þú horft á þáttinn.