Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Samherji borgar hlutabæturnar til baka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samherji mun endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem starfsfólk hefur fengið greitt á hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samherja sem feta nú í fótspor fyrirtækja á borð við Össur og Skeljung sem hafa greint frá því að þau munu endurgreiða Vinnumálastofnun hlutabótagreiðslur.

„Samherji Ísland og Útgerðarfélag Akureyringa (ÚA), sem eru í eigu Samherja, munu bera allan kostnað vegna skerts starfshlutfalls starfsmanna í kjölfar Covid-19 heimsfaraldursins og endurgreiða ríkissjóði hlutabætur sem greiddar voru starfsmönnum,“ segir m.a. í tilkynningu Samherja.

Í henni segir að Samherji Ísland og ÚA hafi þurft að minnka starfshlutfall starfsmanna í vinnslu á Akureyri og á Dalvík tímabundið niður í 50%, að þannig hafi verið hægt að viðhalda ráðningarsambandi milli starfsmanna og fyrirtækja

„Breytt starfshlutfall var meðal annars til komið vegna krafna stjórnvalda um sóttvarnir en markmiðið var að minnka líkur á að smit bærist á milli fólks og tryggja að starfsfólk gæti unnið í sem mestu öryggi,“ segir m.a.

Stjórnendur Samherja Íslands og ÚA hafa nú ákveðið að fyrirtækin sjálf beri allan kostnað af skertu starfshlutfalli starfsmanna, nú þegar ljóst er að reksturinn gengur betur en útlit var fyrir í upphafi faraldursins er fram kemur í tilkynningunni.

„Félögin munu því bera allan kostnað sem féll til vegna truflunar á starfseminni í þágu sóttvarna,“ er haft eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Samherja.

- Auglýsing -

Milljarðahagnaður undanfarin ár

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur greint frá því að lögum um hlutabótaleiðina verði breytt í ljósi þess að vel stæð fyrirtæki hafa nýtt hana á móti skertu starfshlutfalli starfsmanna. Hún sagði ætlunina ekki hafa verið að vel stæð fyrirtæki myndu nýta sér þetta neyðarúrræði.

Þess má geta að samanlagðar tekjur dóttur- og samstarfsfélaga innan samstæðu Samherja, námu um 77 milljörðum króna á árinu 2017. Hagnaðurinn af rekstri nam 14,4 milljörðum króna. 8,5% af þeim hagnaði var greitt í arð til hluthafa, sem gerir 1224 milljónir.

- Auglýsing -

Tekjur Samherja námu þá 43 milljörðum króna árið 2018 og hagnaður félagsins var um 8,7 milljarðar sama ár.

Sjá einnig: Ekki ætlunin að vel stæð fyrirtæki myndu nýta úrræð

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -