Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Samherji gerir hluthöfum Eimskip yfirtökutilboð – 175 krónur á hlutinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samherji birti í dag tilboð sitt til hluta Eimskipafélags Íslands til að kaupa eignarhluta þeirra í félaginu. Núverandi hlutur félagsins er orðinn það stór að útgerðinni er lögum samkvæmt skylt að gera yfirtökutilboð.

Tilboðið birti útgerðin í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag. Tilboðið til hluthafanna hljóðar upp á 175 krónur á hlut. Tilboðið rennur út síðdegis 8. desember næstkomandi. Greiðsla fyrir hluti þeirra sem tilboðið samþykkja verður innt af hendi í íslenskum krónum inn á bankareikning sem hluthafi tilgreinir. Tilboðið verður sent til allra hlutahafa á næstunni.

Þann 21. okbóter bætti Samherji við hlut sinn í Eimskip sem gerði það að verkum að eignarhlutinn nam 30.28 prósentum. Um leið varð félaginu skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskip yfirtökutilboðið. Tilboðið nær yfir alla eignarhluta í flutningsfyrirtækinu sem ekki eru eigu Samherja eða Eimskips sjálfs. Eimskip er nú þegar í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með ríflega helming  hlutfjár.

Samherji segir Eimskip áfram vel til þess fallið að vera skráð á almennan hlutabréfamarkað og með yfirtökunni vonast stjórnendur útgerðarinnar til þess að eiga áfram gott samstarf við aðra hlutahafa Eimskips.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -