Lögmaður Samherja hefur lagt fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu nafngreindum frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum.
Í langri kæru eru talin upp ótal meint brot fréttamanna RÚV á samfélagsmiðlum. Samherji telur þessa fréttamenn hafa brotið gegn siðareglu RÚV um að Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólitísk málefni.
Kæran beinist gegn Aðalsteini Kjartanssyni, Frey Gígju Gunnarssyni, Helga Seljan, Láru Ómarsdóttur, Rakel Þorbergsdóttur, Sigmari Guðmundssyni, Snærósu Sindradóttur, Stíg Helgasyni, Sunnu Valgerðardóttur, Þóru Arnórsdóttur og Tryggva Aðalbjörnssyni. Ekki verður betur séð en Samherji hafi grandskoðað alla samfélagsmiðla þeirra. Hér má lesa kæruna.