Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

„Maður er í vörn núna“ segir Þorsteinn Már

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég segi allt í lagi en maður liggur dálítið flatur í augnablikinu. Maður er í vörn núna og verður að hugsa leikina,“ segir Þorsteinn Már, forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja, aðspurður um líðan sína eftir storminn sem geisað hefur í kjölfar birtingar fyrirtæksins á heimatilbúnu Samherjamyndbandi þar sem Helgi Seljan blaðamaður var sakaður um fréttafölsun og RÚV sakað um óheilindi. Forstjórinn er í vörn og segist í samtali við Mannlíf vera að hugsa næstu leiki.

Myndbandið hefur fengið nokkra gagnrýni en í því var því haldið fram að Helgi hefði annað hvort falsað upplýsingar frá Verðlagsstofu skiptaverðs eða að upplýsingarnar hefðu aldrei verið til. Síðan þá hafa bæði fyrrum formenn sjómannasamtaka stigið fram og fullyrt að þeir hafi haft sömu gögn undir höndum og sjálf stofnunin hefur líka staðfest að þessa upplýsingar hafi þar verið teknar saman. Helgi svaraði ásökununum af fullri hörku

Heimildir Mannlífs herma að herferð Samherja gegn Helga hafi meðal annars verið unnin af Þorbirni Þórðarsyni, lögmanni og fyrrum fréttamanni Stöðvar 2, en hann er einn þeirra sem verið hefur fyrirtækinu innan handar síðustu misseri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur Mannlíf ekki tekist að ræða við Þorbjörn vegna málsins.

Þorbjörn Þórðarsson, lögmaður og fyrrum fréttamaður Stöðvar 2, hefur aðstoðað Samherja undanfarin misseri.

Herferðin hefur fengið frekar hörð viðbrögð og hefur Þorsteinn Már gefið það út að einhver bið verði í næsta Samherjaþátt á meðan storminn lægir. Hann hefur lítið gefið kost á að ræða málin við fjölmiðla og hið sama var uppi á teningnum þegar Mannlíf náði á hann. Þorsteinn Már lagði áherslu á að hann ætlaði ekki að tjá sig efnislega um málið við Mannlíf fyrr en síðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -