Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Samherji kærður til lögreglu í Færeyjum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Færeysk skattayfirvöl hafa kært dótturfélag Samherja, Tindhólm, til lögreglunnar. Félagið hefur endurgreitt rúmar 340 milljónir til yfirvalda þar vegna vangoldinna skatta. RÚV greindi frá.

Samherji var staðinn að því að skrá sjómenn sem voru á fiskiskipum í Namibíu, eins og þeir væru á farskipum í Færeyjum. Samkvæmt lögum í Færeyjum fá útgerðir skatt þeirra áhafna endurgreiddan. Ekki var heldur greiddur skattur af launum áhafnanna í Namibíu.

Eftir að upplýsingar um málið komu fram í heimildaþætti í færeyska sjónvarpinu endurgreiddi Tindhólmur því sem jafngildir rúmum 340 milljónum íslenskra króna til yfirvalda þar í landi. Skattayfirvöld í Færeyjum tóku málið nýlega til rannsóknar og hafa nú ákveðið að vísa því til lögreglu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -