Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Samherji kennir Seðlabankanum um Namibíumálið – Gunnar Smári: „Virðist skipulögð glæpasamtök“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björgólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Samherja, kennir seðlabankamálinu svokallaða um vandræði fyrirtækisins í Namibíu þar sem þar er sakað um víðtæka mútustarfsemi. Stjórnendur Samherja hafi einfaldlega verið svo uppteknir af vörnum gagnvart Seðlabankanum að þeir gátu ekki fylgst með hvað var að gerast í Namibiíu. 

„Þau ár sem hér um ræðir voru stjórnendur Samherja mjög uppteknir af svokölluðu Seðlabankamáli, sem hefði í reynd getað riðið félaginu að fullu, og þess vegna var ekki nákvæmt eftirlit með því að starfsemin í Namibíu væri í lagi,“ segir Björgólfur í Morgunblaðinu.

Björgólfur Jóhannsson

Samherji er sakaður um stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Afríkuríkinu Namibíu til þess að ná undir sig verðmætum fiskveiðikvóta. Útgerðarisinn hefur aftur á móti fullyrt að nærri milljarðs taprekstur hafi verið á Afríkuútgerð fyrirtækisins í Namibíu. Jóhannes Stefánsson, sem áður stýrði starfsemi Samherja í landinu en síðar ljóstraði upp um meintar mútur þess til að komast yfir dýrmætan kvóta, blæs á fullyrðingarnar.

Ásakanir um mútur er ekki eini vandinn sem nú blasir við Samherja. Enn og aftur dregst Samherji inn í mál sem skaðar orðspor þeirra eftir sláandi umfjöllun Kveiks um eyðingu skipa Eimskipafélags Íslands í Asíu. Þar voru lagðar fram upplýsingar um þann skollaleik sem átti sér stað við að koma skipunum í gegnum fyrirtækjaflækju á eyðingarstað þar sem vafasamt fyrirtæki eyðir skipum með hætti sem er ekki samþykktur í alþjóðasamfélaginu og fara fram hjá alþjóðlegum reglum og lögum sem gilda um slíkt.

„Þarf að losna við þessa óværu.“

Stærstu eigendur Eimskips eru íslenskir lífeyrissjóðir sem hafa undirgengist stranga umhverfisstefnu. Stærsti einstaki eigandinn er Samherji Holding. Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, telur að lífeyrissjóðirnir verði að losna undan Samherja í Eimskipum.

Gunnnar Smári Egilsson. Mynd / Hallur Karlsson

„Ein leið væri að lífeyrissjóðirnir nýttu afl sitt innan Eimskipa og ýttu hinum siðlausu Samherjum úr áhrifastöðum. Hinn kosturinn er að sameina hluti sjóðanna í eitt félag svo yfirtökuskylda myndaðist. En í það minnsta þarf að losna við þessa óværu úr félaginu. Þriðji kosturinn væri að sjóðirnir seldu sína hluti, en það þá sæti þjóðin uppi með Eimskip sé lokaðan hluta af Samherja, sem virðist fyrst og fremst vera skipulögð glæpasamtök,“ segir Gunnar Smári. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -