Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Samherji opinberaður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í. Samherji hefur nú verið opinberað fyrir að hafa greitt mútur til að komast yfir kvóta í Namibíu og stundað stórfellda skattasniðgöngu til að hámarka arð sinn af þeim kvóta. Afleiðingarnar af þessu eru þegar orðnar margháttaðar.

Beinar afleiðingar opinberunnarinnar hafa líka verið miklar. Innan við sólarhring eftir að Kveiksþættinum lauk voru Bern­hardt Esau, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, dóms­mála­ráð­herra lands­ins, sem báðir voru þiggjendur þess fjár sem Samherji greiddi fyrir aðgengi að kvóta, búnir að segja af sér. Þingkosningar eru framundan í Namibíu í lok mánaðarins og málið tröllríður nú öllum fjölmiðlum í landinu. Ekki er búist við því að Swapo-flokkurinn, sem hefur verið nær einráður í Namibíu frá því að landið fékk sjálfstæði, missi völdin vegna málsins en viðbúið er að það mun reynast flokknum erfitt. Hversu erfitt mun koma í ljós fyrir komandi mánaðarmót.

Á Íslandi hefur Þorsteinn Már stigið tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn fyrirtækisins á eigin athæfi stendur yfir. Það gerði hann í gær, fimmtudag, til að tryggja „sem best hlutleysi rannsóknarinnar.“

Enn er óljóst hversu víðfeðm önnur áhrif af málinu verða. Ljóst er að peningaþvættisrannsóknin í Noregi getur skapað mikil vandræði fyrir Samherja og alþjóðlega starfsemi fyrirtækisins, skili hún þeirri niðurstöðu að fjármunir hafi verið þvættaðir í gegnum norskan ríkisbanka. Auk þess má búast við því að geta Samherja til að komast yfir alþjóðlegan kvóta, t.d. innan Evrópusambandsins, muni takmarkast í ljósi þess að starfsmaður fyrirtækisisins hefur lýst stórfelldum mútugreiðslum og skattsvikum þess í Namibíu. Þá telja viðmælendur Kjarnans, sem starfa í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, fyrirsjáanlegt að málið geti haft áhrif á önnur íslensk fyrirtæki alþjóðlega, einkum í sjávarútvegi. Sérstaklega vegna þess að opinberunin á Samherja kom strax í kjölfar þess að Ísland var sett á gráan lista vegna ónógra peningavarna, en sú aðgerð er þegar farin að valda einhverjum íslenskum fyrirtækjum erfiðleikum í samskiptum við viðskiptavini sína.

Við blasir að málið mun valda Íslandi orðsporshnekki alþjóðlega. Það bætist við önnur mál sem hafa verið lituð í spillingarlitum og hafa vakið athygli á Íslandi langt út fyrir landssteinanna, svo sem bankahrunið og Panama-skjölin, sem sýndu að aflandsfélagaeign var einhverskonar þjóðaríþrótt hjá ákveðnu lagi fjármagnseigenda á Íslandi.

Á Íslandi er almenningur í áfalli og í gær fór fram sérstök umræða á Alþingi um spillingu, sem var sérstaklega sett á dagskrá vegna Samherja.

- Auglýsing -

Nánar í nýjasta tölublaði Mannlífs og á vef Kjarnans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -