Föstudagur 15. nóvember, 2024
1.6 C
Reykjavik

Samherji sakaður um svik við sjómenn – Brottreknir skipverjar og meðeigendur Samherjamanna æfir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Ásökunum á hendur stjórnendum Samherja fyrir svik eða lögbrot linnir ekki. Hópur skipverja á togaranum Heinaste boða nú að þeir mundi leita til dómstóla í Namibíu til að innheimta þá peninga sem gerðardómur hafði gert útgerðarfélagi Samherja, ArticNam, að greiða þeim vegna uppsagnar. ArticNam er í eigu Samherja og þriggja namibískra félaga. Íslenskir stjórnendur félagsins eru sagðir hafa sent frá yfirlýsingu þar sem þeir segjast hafa frétt af því í fjölmiðlum að gerðardómur hefði komist að umræddri niðurstöðu í máli skipverjanna.

RÚV segir frá þessu og vitnar í namibíska fréttamiðilinn New Era Live.  Skipverjunum var sagt upp  í desember 2018 og voru aðrir ráðnir tímabundið í þeirra störf.  Hinir brottreknu fengu hins vegar ekki greiddan uppsagnarfrest og leituðu því til gerðardóms.

Gerðardómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ArticNam bæri að greiða skipverjunum 1,8 milljónir namibískra dollara fyrir lok júní. Skipverjarnir hafa ekki fengið krónu og ætla því að láta reyna á niðurstöðu gerðardómsins fyrir dómstólum.

Heinaste var  kyrrsettur vegna rannsóknar yfirvalda í Namibíu á Samherjaskjölunum.  Þegar kyrrsetningunni var aflétt var togarinn seldur til félagsins Tunacor Fisheries.

Samherjamenn eru ekki eingöngu sakaðir um að svíkja sjómenn sína. Meðeigendurnir að ArticNam eiga æi deilum við íslenska fyrirtækið og útiloka ekki málsókn á hendur Samherjamönnum. Virgillo De Sousa, talsmaður þeirra namibísku félaga sem eiga 51 prósent eignarhlut í ArcticNam, hefur sagt að þeir standi heilshugar með sjómönnunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -