Samherji og tengd félög skila að vanda góðum arði til eigenda sinna. Venjan hefur verið sú að samstæðan hefur ekki greitt út arð. Að þessu sinni er orðin breytinga á. Stærstu hluthafaranir færðu eignir sínar yfir á börn sín sem nú uppskera. Heimildin greinir frá því að hluthafar útgerðarfélagsins Samherja, sem eru að mestu leyti börn stofnendanna Þorsteins Más Baldvinssonar og Kristjáns Vilhelmssonar, greiði sér út rúmlega einn milljarð króna í arð á þessu ári. Heimildin rekur að arðgreiðslan komi út úr Samherja hf., félaginu um útgerðarrekstur Samherja á Íslandi og í Færeyjum, og hins vegar út úr nýstofnuðu eignarhaldsfélagi, Látrafjöllum ehf., sem heldur utan um fjárfestingar félagsins.
Þunginn af arðgreiðslunni til barnanna skiptist nánast jafnt á milli félaganna tveggja.
Langstærsti hluthafi Samherja og Látrafjalla er eignarhaldsfélagið K&B með 45,2 prósenta hlut í útgerðinni. K&B er í eigu Kötlu og Baldvins Þorsteinsbarna sem hvort um sig á 49 prósenta hlut í félaginu. Þorsteinn Már, sem rekur Samherja, á aðeins 2 prósent.
Næststærsti hluthafinn er eignarhaldsfélagið Bliki ehf., sem er í eigu Látrafjalla ehf., og þar með sömu hluthafa og eiga Samherja, með tæplega 10 prósenta hlut.
Fjögur börn Kristjáns Vilhelmssonar eiga svo tæplega 9 prósenta hlut hvert persónulega. Samtals 34,8 prósent, samkvæmt Heimildinni.