Sunnudagur 27. október, 2024
-1.8 C
Reykjavik

Samloka með kynþáttahroka og súkkulaðisæla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

The Racist Sandwich

Ef þið viljið kynna ykkur mat og pólitík á sama tíma þá mælum við hiklaust með rasísku samlokunni, hlaðvarpi sem Soleil Ho og Zahir Janmohamed stjórna. Þetta er eitt áhugaverðasta hlaðvarpið um mat sem ég hef fundið og það skemmir ekki fyrir að hlaðvarpsstjórnendurnir slá reglulega á létta strengi og gera það vel. Þeir skoða meðal annars hvernig viss orð sem við notum um mat geta jaðarsett suma menningarheima, eitthvað sem við höfum jafnvel ekki spáð í áður.

Smart Mouth

Það er ofboðslega auðvelt að detta inn í þátt og þátt af Smart Mouth í umsjón Katherien Spiers, einfaldlega út af því að þeir líða áfram áreynslulaust. Katherine skoðar á skemmtilegan hátt hvaða sess matur skipar í lífi okkar og rannsakar það á kómískan hátt af hverju okkur finnst sum matvæli æðisleg, ógeðsleg, dásamleg og allt þar á milli.

Why We Eat What We Eat

Hér er á ferð frekar nýtt hlaðvarp þar sem Cathy Erway dýfir sér í heim matar og drykkjar og spyr spurninga sem margir hafa eflaust ekki þorað að svara. Svo kannar hún líka af hverju sumar fæðutegundir verða allt í einu gríðarlega vinsælar, eins og grænkálið sem var bara hluti af salatinu sem við héldum að við þyrftum að borða til að lifa heilsusamlegu lífi en er núna orðið að aðalrétti á mörgum heimilum. Cathy er líka fyndin og maður verður hálfástfanginn af henni við að hlusta á þessi hlaðvörp.

The Slow Melt

Þetta er hlaðvarp um súkkulaði. Þarf nokkuð meira til að sannfæra ykkur? Nei, hélt ekki, en ég ætla samt að gefa ykkur aðeins fleiri upplýsingar. Stjórnandinn Simran Sethi skoðar hvað súkkulaði er frá öllum mögulegum og ómögulegum hliðum; hvaðan það kemur, hvernig það er unnið, hverjir kaupa það og hvernig er best að borða það. Og auðvitað er best að hlusta á þetta hlaðvarp með gott súkkulaði við höndina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -