Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Samningur undirritaður – Skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er margt að gerast hjá ASÍ þessa dagana; forseti ASÍ, formaður BSRB, formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði, eins og segir í fréttatilkynningu frá ASÍ.

Kemur þar fram að VR kemur til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn með langtímahugsun og lághagnað að leiðarljósi undir hatti systurfélags Bjargs íbúðafélags; Blævar.

Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB

Þetta er tilraunaverkefni, en vonir standa til þess að þetta verði upphafið að frekari uppbyggingu á vegum verkalýðshreyfingarinnar, en hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.

Með stofnun og uppbyggingu Blævar – systurfélag Bjargs – geta einstaka félög innan vébanda ASÍ og BSRB byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk.

Ljóst þykir að hagkvæmnin náist best með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hefur hjá Bjargi.

- Auglýsing -

Einnig segir í tilkynningunni frá ASÍ að samningurinn sem undirritaður var í dag sé þjónustusamningur þar sem Bjarg mun selja út þjónustu til Blævar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs; þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging íbúða á viðráðanlegum kjörum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -