Mánudagur 18. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Samningur við flugfreyjur á lokametrunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýr kjarasamningur Icelandair við flugfreyjur er á lokametrunum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs standa vonir til þess að tilkynna um nýjan samning á morgun.

Loksins virðist nú sjást til lands í kjaradeilunni og tilkynning um nýjan samning við flugfreyjur innan seilingar.

Sá kjarasamningur sem flugfreyjum býðst miðast við sambærilega nálgun og hjá flugmönnum þar sem leitast er við að verja ráðstöfunartekjur en auka jafnframt vinnuframlag stéttarinnar. Meðal óska Icelandair í nýju samningunum er meðal annars að flugfreyjur taki á sig eitt flug í mánuði aukalega í evrópu. Sparnaður flugfélagsins vegna samninganna er talin geta verið um 20-25 prósent líkt og hjá flugmönnum eins og Mannlíf hefur áður greint frá.

Sjá nánar hér: Samningar nánast í höfn

Samkvæmt heimildum Mannlífs gera samningar Icelandair við allar flugstéttir félagsins ráð fyrir því að bein áhrif á ráðstöfunartekjur þessara hópa séu óveruleg. Hins vegar má gera ráð fyrir því að bæði flugmönnum og flugfreyjum kunni að fækka eitthvað á næstu árum samhliða betri nýtingu félagsins á starfsmönnum þess.

Heimildir Mannlífs herma að það er ekki síst fyrir framgöngu Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að aðilar séu nú að ná saman því mikið virðist hafa borið í milli fyrir aðeins örfáum dögum. Loksins virðist nú sjást til lands í kjaradeilunni og tilkynning um nýjan samning við flugfreyjur innan seilingar. Með fyrirvara um atkvæðagreiðslur samninganna meðal félagsmanna virðist stjórnendum Icelandair ekkert að vanbúnaði til að kynna fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir á hluthafafundi á föstudaginn og ráðast síðan í boðað 29 milljarða króna hlutafjárútboð.

Samkvæmt heimildum Mannlíf er stjórn Icelandair einnig tilbúin með áætlun komi til þess að ekki náist samningar við flugfreyjur nú. Félagið er búið að skipa sérstakan vinnuhóp til að útfæra þá áætlun nánar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -