Fyrirtækin Foodco, sem rekur Aktu Taktu, Eldsmiðjuna og Saffran, auk fleiri staða og Gleðipinnar, sem rekur Blackbox, Hamborgarafabrikkuna, Keiluhöllina og Shake&Pizza, hafa nú sameignast í eitt fyrirtæki sem mun heita Gleðipinnar.
Samkeppniseftirlitið samþykkti samrunann og birti ákvörðunina þar um í dag.
Gleðipinnar munu því reka veitingastaðina Aktu Taktu (fjórir staðir), American Style (fjórir staðir), Blackbox (tveir staðir), Eldsmiðjan (fjórir staðir), Hamborgarafabrikkan (tveir staðir), Kaffivagninn á Granda (einn staður), Keiluhöllina Egilshöll ásamt Shake&Pizza og sportbar, Pítan (einn staður), Roadhouse (einn staður), og Saffran (fjórir staðir), eða alls 26 staði undir ellefu nöfnum.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir: „Samningur, dags. 29. júní 2018, um samruna FoodCo hf. og Gleðipinna ehf. felur í sér samruna í skilningi 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna samrunans.“