Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Samsæriskenningar um persónur Tiger King blómstra – Segja Jeff Lowe og fyrsta eiginmann Carole Baskin vera sama manninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þættirnir Tiger King: Murder, Mayhem and Madness frá streymisveitunni Netflix hafa notið mikilla vinsælda síðan þættirnir voru gefnir út þann 20. mars. Þættirnir fengu ríflega 34 milljón áhorf á Netflix á fyrstu tíu dögunum og í kjölfarið hafa miklar umræður um þættina skapast á samfélagsmiðlum.

Í þáttunum er fjallað um líf og störf tígrisdýraunnandans Josephs Maldonado-Passage, kallaður Joe Exotic, og skrautlegt fólkið í kringum hann. Þar á meðal er erkióvinur hans, Carole Baskin, sem heldur því fram að hún sé dýraverndunarsinni en hún rekur dýragarð undir þeim formerkjum að um athvarf sé að ræða.

Baskin spilar stórt hlutverk í þáttunum þar sem ljósi er varpað á viðburðaríka ævi hennar. Í þáttunum er meðal annars fjallað um fyrri sambönd hennar og dularfullt hvarf fyrrverandi eiginmanns hennar, Jack Donald Lewis, kallaður Don.

Don hvarf sporlaust þann 18. ágúst 1997 og var úr­sk­urðaður lát­inn fimm árum eft­ir hvarfið. Síðan Don hvarf hefur Baskin gjarnan verið sökuð um að hafa myrt eiginmann sinn. Joe Exotic er inn þeirra sem hikar ekki við að saka hana um morðið á opinberum vettvangi.

Telja Don og Lowe vera sama manninn

Síðan Tiger King litu dagsins ljós hafa ýmsar nýjar kenningar farið á flug um Baskin og hvarf Don. Einnig hafa kenningar um Michael Murdock, fyrsta eiginmann Baskin, komist á kreik. Baskin og Murdock giftu sig árið 1979 þegar hún var 17 ára gömul en Baskin yfirgaf eiginmann sinn tveimur árum eftir brúðkaupið til að vera með Don.

- Auglýsing -

Samsæriskenningar um að Michael Murdock og Jeff Lowe, annar karakter sem kemur fyrir í þáttunum, séu sami maðurinn fara nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum og þar er bent á að þeir sé ansi líkir í útliti.

Nokkrir áhorfendur Tiger King sem halda þessu fram birta nú samsettar myndir af Don og Lowe máli sínu til stuðnings. Nokkrar þeirra má sjá hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -