Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

„Samstaða íslenskra kvenna er mikilvæg“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vinkonurnar og samstarfsfélagarnir Andrea, Aldís, Elísabet, Nanna og Rakel, hefja á fimmtudag góðgerðarverkefnið Konur eru konum bestar.

Í ár rennur ágóðinn til Krafts, en áður hefur Kvennaathvarfið og Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar notið góðs af framlagi vinkvennanna og fjölda einstaklinga um allt land sem keypt hafa bol og styrkt verkefnið.

Sem fyrr felst verkefnið í sölu á hvítum stuttermabol með áletruninni Konur eru konum bestar. „Sú setning snýst um það að við konur eigum að standa saman, frekar en að draga hvor aðra niður,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir eigandi Trendnet.is. „Það er mikið um neikvætt hugarfar og umtal í samfélaginu og við viljum breyta því og gera samfélagið okkar að betri stað.“

Elísabet í bolnum í ár.

Það voru Elísabet og Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður sem stofnuðu Konur eru konum bestar árið 2017, en þeim fannst þörf á að sýna meiri kærleik og virðingu gagnvart náunganum. Andrea hefur hannað og selt konum föt í fjölda ára og lesendur Trendnet eru að mestu leyti konur og því fannst þeim tilvalið að sameina krafta sína. Eftir spjall í nokkurn tíma létum þær slag standa fyrir tveimur árum og Konur eru konum bestar varð að veruleika. „Neikvæðni og slæmt umtal virðist vera orðið daglegt brauð í nútíma samfélagi og á netinu virðist fólk hafa leyfi til að ráðast á hvern sem er með orðum. Orð geta verið álög og þetta er eitthvað sem þarf að bæta og helst breyta. Við erum fyrirmyndir komandi kynslóða og þurfum að sýna meiri kærleik og virðingu gagnvart náunganum,“ segir Elísabet.

Andrea í bolnum. Rakel á myndina sem er á baki hans.

Fleiri kraftakonur bættust í hópinn sem í dag samanstendur Andreu, Elísabetu, Aldísi Pálsdóttur ljósmyndara, Nönnu Kristínu Tryggvadóttur og Rakel Tómasdóttur grafískum hönnuði sem gerði myndina á baki bolsins.

Hópurinn: Aldís, Nanna, Elísabet, Andrea og Rakel.

Árið 2017 styrkti hópurinn Kvennaathvarfið um 1 milljón, en þá voru 350 bolir seldir, árið 2018 voru 500 bolir seldir og Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar fékk 1,9 milljón að gjöf. „Í ár stefnum við á að selja 1000 boli og það verður gaman að sjá framlagið renna til Krafts,“ segir Elísabet.

Kraftur var eina félagið sem kom til greina

- Auglýsing -

Þegar velja átti góðgerðarfélag til að styrkja í ár kom ekkert annað félag en Kraftur til greina og er ástæðan fyrir því persónuleg að sögn Elísabetar. Sagði hún ástæðu þess í einlægri færslu á Trendnet.

„Bæði voru þau gestir í brúðkaupi okkar Gunna fyrir rúmu ári síðan.“

„Málefnið stendur mér nærri en ég þekki til tveggja dásamlegra fjölskyldna sem þurftu að kveðja einn meðlim sökum þessa ömurlega sjúkdóms. Önnur þeirra er frænka mín, Ástrós Rut Sigurðardóttir, aðstandandi (kona) Bjarka Más og elsku Emma dóttir þeirra (kona). Hin var Fanney Eiríksdóttir vinkona (kona) sem hvaddi þennan heim og skyldi eftir sig Ragnar Snæ, Emilý (kona) og kraftaverkadrenginn Erik Fjólar,“ segir Elísabet.

„Bæði voru þau gestir í brúðkaupi okkar Gunna fyrir rúmu ári síðan. Þá var Bjarki búinn að berjast fyrir lífi sínu í sex ár á meðan Fanney geislaði með litla óléttubumbu alveg ómeðvituð um hvað beið hennar, hún greindist í vikunni eftir brúðkaupið.

- Auglýsing -

Bæði Bjarki og Fanney kvöddu í sumar, með viku millibili og við tekur erfitt líf fyrir aðstandendur sem sitja eftir. Elsku börnin sem kvöddu foreldra sína alltof snemma og þau eru ekki þau einu heldur er staðreyndin sú að ungt fólk er að greinast alltof oft.

Við höfum alltaf viljað velja málefni sem hjálpar konum, en þarna hjálpum við bæði konum og körlum.“

Sala á bolnum hefst fimmtudaginn 12. september kl. 17 í versluninni AndreA á Norðurbakka 1 í Hafnarfirði. Með fyrstu hundrað bolunum fylgir veglegur gjafapoki en merktur fjölnota taupoki fylgir öllum bolunum í ár.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna hér.

Netsala á bolnum hefst kl. 20 sama dag í vefverslun hér.

Kraftur

Kraftur hefur það að leiðarljósi að beita sameinuðum kröftum sínum til að aðstoða og styðja ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess. Félagið er fyrir fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur á öllum aldri alveg frá 16 ára og upp úr.

Sala á bolnum hefst fimmtudaginn 12. september kl. 17.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -