Á stöðufundi samhæfingarstöðvar almannavarna í morgun koma fram að í gær voru fjögur tilfelli af COVID-19 sjúkdómum greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Einnig kom upp eitt vafasýni. Þetta kemur fram í tilkynningu almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.
Allir einstaklingarnir eru á aldrinum 44-67 ára. Enginn er alvarlega veikur. Öll tengjast Ítalíu (Trentino) og Austurríki (Ischgl).
Samtals 37 einstaklingar hafa greinst með COVID-19 frá 28.2.2020. Tæplega 400 einstaklingar eru í sóttkví. Samtals 368 sýni hafa verið greind vegna COVID-19 á sýkla- og veirufræðideild Landspítala.