„Það er engin ástæða til þess fyrir almenning í þessu landi að hamstra mat eða aðrar nauðsynjavörur til heimilisins.“ Þetta sagði Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu á blaðamannafundi í samhæfingarstöð almannavarna í Skógarhlíð í gær. Hann gat þess að til væru nægar birgðir af bæði innfluttum og innlendum mat í landinu.
Fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarna daga að háflgert upplausnarástand hafi skapast í matvöruverslunum þar sem landsmenn hafi tekið til við að hamstra mat og aðra nauðsynjavöu. Umfjöllun um kórónaveiruna er talin eiga þátt í ástandinu.
Andrés kvaðst hafa heyrt ávinning af þessu og sagði Samtök verlsunar og þjónustu hvetja almenning til að haga heimilisinnkaupum sínum með eðlilegum hætti, annað sé ástæðulaust. Að sama skapi sé óþarfi að hamstra lyf í apótekunum, þar sem mikið sé til af lyfjum í landinu.