Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Sandra furðu lostin vegna viðskipta við Hópkaup: „Hafa fleiri lent í þessu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sandra nýtti sér tilboðsdaga á Cyber Monday hjá Hópkaupum og keypti sér sjónvarp en fékk sendan heilsukodda í staðin. Sandra deildi þessu á Facebook síðunni Verslun á netinu og vakti færslan mikla athygli.

„Keypti sjónvarp á cyber monday tilboði, og fékk loksins heimsent í kvöld en þá kom heilsukoddi!! Búin að senda þeim tölvupôst og bíð eftir svari um hvað sé í gangi..“

Nokkrir gerðu létt grín undir færslunni en Andrea sagði „Og núna er bara einhver heima hjá sér að reyna að troða sjónvarpi inn í koddaver!“

Heilsukoddinn

„Ertu búin að athuga hvort sjónvarpið sé inni í koddanum?“ sagði Ómar.

Hópkaup á hrós skilið en Sandra fékk svar frá þeim undir færslunni „Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum okkar. Ég vona að þetta hafi ekki valdið þér miklum óþægindum. Þú mátt að sjálfsögðu eiga heilsukoddann og við komum réttri vöru til þín hið snarasta. Ég verð í sambandi við þig strax í fyrramálið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -