Sandra nýtti sér tilboðsdaga á Cyber Monday hjá Hópkaupum og keypti sér sjónvarp en fékk sendan heilsukodda í staðin. Sandra deildi þessu á Facebook síðunni Verslun á netinu og vakti færslan mikla athygli.
„Keypti sjónvarp á cyber monday tilboði, og fékk loksins heimsent í kvöld en þá kom heilsukoddi!! Búin að senda þeim tölvupôst og bíð eftir svari um hvað sé í gangi..“
Nokkrir gerðu létt grín undir færslunni en Andrea sagði „Og núna er bara einhver heima hjá sér að reyna að troða sjónvarpi inn í koddaver!“
„Ertu búin að athuga hvort sjónvarpið sé inni í koddanum?“ sagði Ómar.
Hópkaup á hrós skilið en Sandra fékk svar frá þeim undir færslunni „Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum okkar. Ég vona að þetta hafi ekki valdið þér miklum óþægindum. Þú mátt að sjálfsögðu eiga heilsukoddann og við komum réttri vöru til þín hið snarasta. Ég verð í sambandi við þig strax í fyrramálið.“