Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarstjórnarfulltrúi Sósíalistaflokksins ætla að gefa kost á sér aftur í komandi borgarstjórnarkosningum. Birti hún tilkynningu þess efnis í Facebook hóp Sósíalistaflokksins.
Fyrir stundu tilkynnti Sanna Magndalena Mörtudóttir að hún hygðist bjóða sig til áframhaldandi setu í borgarstjórn Reykjavíkur. í Tilkynningunni segir hún að óréttlætið, fátæktin og húsnæðisskorturinn sé enn til staðar í borginni og að stéttarskiptingin blasi við fái að viðgangast óáreitt af yfirvöldum. Þá kemur hún einnig inn á ofurlaun forstjóra og stjórnmálafólk sem fái reglulegar launahækkanir á meðan fátækir borgarbúar er sagt að reiða sig á matarúthlutanir frá góðgerðasamtökum. Hér fyrir neðan er tilkynning í heild sinni:
Kæru félagar og Reykvíkingar, ég gef kost á mér til áframhaldandi setu í borgarstjórn Reykjavíkur. Vorið 2018 tók ég að mér verkefni. Því er ekki lokið. Óréttlætið, fátæktin og húsnæðisskorturinn er enn til staðar. Stéttaskiptingin blasir við okkur og fær að viðgangast óáreitt af yfirvöldum. Laun forstjóra sem starfar í fyrirtæki í eigu borgarinnar hækkar um margar milljónir á einu ári, á meðan að fátækustu borgarbúum er gert að reiða sig á matarúthlutanir frá góðgerðasamtökum. Á meðan að stjórnmálafólk fær reglulegar launahækkanir áreynslulaust, þurfa láglaunahópar að leggja niður störf til að fá viðurkenningu á starfsframlagi sínu. Starfsframlagi sem skiptir öllu máli við að halda borginni gangandi.