Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Sár verkfræðingur en sælir kaupsýslumenn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erlendir kaupsýslumenn höfðu ærna ástæða til að gleðjast í vikunni á meðan íslenskur verkfræðingur, sem stóð í málaferlum við HR, reið ekki feitum hesti.

Góð vika
Óhætt er að segja erlendir kaupsýslumenn hafi átt góða viku hér. Greint frá því að breski auðjöfurinn Jim Ratcliffe áformaði að stækka hrygningarsvæði laxa á Norðausturlandi, m.a. í því skyni að að vernda laxastofna, en Ratcliffe hefur verið mikið sviðsljósinu vegna umdeildra jarðakaupa á Íslandi. Fréttin kom beint í kjölfar þeirra tíðinda að pítsukeðjan vinsæla Domino’s á Íslandi væri komin að fullu í hendur Breta. Óhætt er að segja að landsmenn séu sólgnir í flatbökur því hvorki meira né minna en 25 Dominos-staðir eru reknir á Íslandi svo að fjárfestingin á vafalaust eftir að skila vænni summu í vasann á Bretum, líkt og jarðakaup Ratcliffe.

Slæm vika
Það er mikil ásókn í þetta dálkapláss þessa vikuna. Ferðaþjónustan hefur ekki átt sjö dagana sæla og sælkerar fengu aðsvif þegar í ljós kom að fyrrverandi Michelin-staðnum Dill hafði verið lokað. Fáir hafa þó átt jafnslæma daga og Kristinn Sigurjónsson, fyrrum lektor í verkfræði við HR. Kristinn var rekinn úr starfi fyrir að láta ýmis miður falleg ummæli um konur falla á Facebook og höfðaði í kjölfarið mál gegn HR og krafðist 57 milljóna króna í skaðabætur. Í vikunni sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur skólann af kröfu Kristins og staðfesti þar með að ekki er hægt að níða niður heilu samfélagshópana án afleiðinga og ætlast til að fá bætur þegar maður fær bágt fyrir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -