Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Sara Björk varði titilinn og er íþróttamaður ársins 2020

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samtök íþróttafréttamanna tilkynntu nú í kvöld í 65. sinn hvaða íþróttamaður þótti skara fram úr á árinu. Íþróttamaður ársins 2020, fékk fullt hús stiga, er að þessu sinni:

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Sara Björk sem átti ótrúlegt ár, varði því titil sinn frá því í fyrra. Á vef RÚV um valið segir:

Á árinu varð Sara þýskur meistari og bikarmeistari með Wolfsburg og vann svo Meistaradeild Evrópu með Lyon, fyrst íslenskra kvenna. Sara Björk skoraði raunar þriðja og síðasta mark Lyon í 3-1 sigri á Wolfsburg í úrslitaleiknum. Þá var Sara Björk fyrirliði íslenska landsliðsins sem vann sér sæti á EM 2022, fyrr í þessum mánuði

Í þremur efstu sætunum voru Aron Pálmason, Martin Hermannsson og Sara Björk Gunnarsdóttir knattspyrnukona.

Um leið var tilkynnt um hver væri þjálfari ársins en að þessu sinn varð Elísabet Gunnarsdóttir hlutskörpust. Það lið sem þótti skara fram úr á árinu var íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. En okkar frábæra landslið tryggði sér rétt til að keppa við bestu landslið Evrópu á lokamóti EM.

- Auglýsing -

Íþróttamennirnir sem voru tilnefndir:

Anton Sveinn McKee – sund
Aron Pálmarsson – handknattleikur
Bjarki Már Elísson – handknattleikur
Glódís Perla Viggósdóttir – knattspyrna
Guðni Valur Guðnason – frjálsíþróttir
Gylfi Þór Sigurðsson – knattspyrna
Ingibjörg Sigurðardóttir – knattspyrna
Martin Hermannsson – körfuknattleikur
Sara Björk Gunnarsdóttir – knattspyrna
Tryggvi Snær Hlinason – körfuknattleikur

Þau sem komu til greina sem þjálfari ársins:

Arnar Þór Viðarsson – þjálfari 21 árs landsliðs karla í knattspyrnu
Elísabet Gunnarsdóttir – þjálfari Kristianstad í knattspyrnu í Svíþjóð – sigurvegari
Heimir Guðjónsson – þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu

Liðin sem komu til greina sem lið ársins:

21 árs landslið karla í knattspyrnu
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu – Sigurvegari
Kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -