Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Sara kærir þjóðþekktan mann fyrir ofbeldi:„Hann er búinn að skilja eftir sig slóð af brotnum konum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sara Regal er ein þriggja kvenna sem kært hafa sama manninn fyrir ofbeldi.

Maðurinn sem um er rætt er þekktur hér á landi, en hann var í sjónvarpsþáttum og var á þeim tíma töluvert áberandi í fjölmiðlum og stórar myndir af honum birtust á strætóskýlum.

Konurnar þrjár þekktust ekki fyrir, en þær voru leiddar saman þegar umfjöllun um nýtt samband mannsins vakti athygli í fjölmiðlum.

Linda Gunnarsdóttir er ein af þeim sem kært hefur manninn. En Linda steig fram og sagði sögu sína í heglarviðtali Fréttablaðsins.
Sara treysti sér ekki til að segja sína sögu, en vildi stíga fram til að sýna Lindu og hinum konunum sem hún segist vita til að hafi lent í sama manni stuðning.

„Hann er búinn að skilja eftir sig slóð af brotnum konum og ég hef verið í tvö ár að tjasla mér saman,“ segir Sara í samtalið við Fréttablaðið. Sara var greind með áfallastreituröskun í kjölfar brotsins.

Sara segir að sér hafi verið ráðlagt að kæra manninn ekki af aðilum sem gengið hafa í gegnum allt kæruferlið og mál þeirra endað með niðurfellingu eða sýknu.
„Þau segja að þetta sé alltof langt og sársaukafullt ferli sem í langflestum tilfellum skili engu, nema því að tefja fyrir þeirra eigin heilunarferli.“

- Auglýsing -

Sara segir það staðreynd að réttarkerfið sé ekki þolendum ofbeldis í hag, tölfræðin vinni ekki með þeim. „En þetta er auðvitað eina leiðin til að leita réttar síns þegar brotið hefur verið á manni,“ segir Sara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -