Sara María Júlíudóttur hefur unnið mikið í sjálfri sér en hún kynntist hugvíkkandi efnum á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku. Segja má að hún sé íslenskur „frumkvöðull“ á sviði hugvíkkandi efna og notkunar þeirra.
Jógakennarinn Sara hefur með notkun á þessum efnum unnið með sín áföll; „náð að losa um í vitund sinni það sem hún vill meina að hafi staðið í vegi fyrir vexti í hennar lífi.“
Söru er tíðrætt um virkni sveppa eða „psilocybin.“
„Taugakerfið er eins og snúra og á snúrunni hanga hnullungar og það sem „microdósing“ af sveppum gerir er að það er eins og það sé lyft undir hnullungana; léttir á þeim og það sem „trippin“ gera er að klippa þá af.“
Sara hefur prófað mörg hugvíkkandi efni í öllu mögulegu magni og hún dásamar þau „í margvíslegum tilgangi, en einna helst í meðferð gegn kvíða og þunglyndi, óafgreiddum áföllum, fíkn og slitgigt.“
Þá bendir Sara á það hvernig „efnin víkka hugann og brjóta upp gömul form eða munstur sem við getum hangið föst í svo árum skiptir“ og nefnir sem dæmi skömmina sem gæti fylgt þeim kenndum sem börn gætu fundið fyrir en reyna að afneita vegna ótta við að vera dæmd eða hafnað: „Ég segi oft við menn sem koma til mín, manstu kannski þegar þú varst í grunnskóla og fórst í leikfimi og sást annað typpi og þú bara vá og fékkst í hann kannski og svo bara nei, ég er sko enginn hommi sko, bara skömm, þarna er komin fyrsta skömmin.“
Sara vill meina að þessi skömm fylgi okkur og hafi áhrif á hugmyndir okkar og kynvitund og að „framtíð geðlækninga sé falin í notkun hugvíkkandi efna í formi meðferða og undir eftirliti og stjórn fagaðila“ segir Sara sem hefur nú hafið nám sem kallast „psychedelic therapy training,“ en námið er á háskólastigi og gefur innsýn og reynslu í notkun á hinum ýmsu hugvíkkandi efnum.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast meira um efnin þá hefur breski geðlæknirinn Robin Carhart-Harris mikla trú á vitundarvíkkandi meðferð, þar sem lyfið psilocybin er notað við geðröskunum. Robin telur að slík meðferð gæti í framtíðinni gagnast öllu fólki; jafnvel gert það opnara og hamingjusamara.
Robin fékk snemma áhuga á vitundarvíkkandi lyfjum í lækningaskyni; skoðaði myndir af heilum fólks sem þjáist af þunglyndi sem tekið hafði lyfið psilocybin, virka efnið í töfrasveppum, og sá að virknin í heilanum var svipuð og eftir neyslu þunglyndislyfja og annarra hefðbundinna lækningaleiða.
Hann hefur sagt að þetta eigi líka við um fólk sem ekki var þunglynt og varð til þess að hann vildi skoða þessi mál betur; áhuginn hafi þó ekki kviknaði eingöngu við skoðun heilamyndanna – heldur einnig vegna líðanar sem fólk sem tók lyfið lýsti og sagði gjarnan að sér liði eins og þungu fargi væri af því létt: Fann til vellíðunar sem það hafði fundið fyrir áður. Robin líkt og Sara er á því að meðferð með lyfinu psilocybin muni umbylta geðlæknisfræðum í framtíðinni.
Heimild: Hlaðvarpið Þvottahúsið